20. fundur
atvinnuveganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. apríl 2022 kl. 09:05


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:05
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:05
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:05
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:35
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:05
Helga Þórðardóttir (HelgÞ), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:05

Berglind Ósk Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 10:43.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Dagskrárliðnum var frestað.

2) Fiskveiðistjórn Kl. 09:05
Nefndin fékk á sinn fund Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Hildi Hauksdóttur frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi sem kynntu „Það veltur margt á sjávarútvegi“ og samfélagsleg markmið samtakanna.

3) 451. mál - stjórn fiskveiða o.fl. Kl. 10:48
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður þess.

4) 475. mál - matvæli og eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru Kl. 10:48
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti og að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður þess.

5) Önnur mál Kl. 10:49
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50